Þá er komið jólafrí. Skemmtunum á litlu jólum lokið. Litlu jólin eru haldin fjórum sinnum í Vallaskóla, þ.e. hjá 5.-6. bekk, 7. bekk, 8.-10. bekk og svo í morgun hjá nemendum í 1.-4. bekk.
Atriði komu frá hverjum árgangi og flutt með miklum myndarbrag. Að venju sáu nemendur í 5. bekk, kennarar og stuðningsfulltrúar þeirra um jólaguðspjallið. Foreldrar og forráðamenn mættu vel á viðburðina og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hér má sjá nokkrar myndir frá litlu jólunum á miðstigi og yngsta stigi.
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2017.
Sjáumst hress í skólanum aftur þriðjudaginn 3. janúar (kennt skv. stundatöflu).
Starfsfólk Vallaskóla.








