Félagsmiðstöðin er líka fyrir 5.-7. bekk

Stutt er síðan að félagsmiðstöðin Zelsíuz ákvað að hefja formlegt starf fyrir 5. – 7. bekk. Opið verður fyrir bekkina milli 17:00-18:30 annan hvern miðvikudag.

Þessi tími er ákveðinn með tilliti til strætóferða frá Stokkseyri og Eyrarbakka. Í framtíðinni munum við reyna að senda út dagskrá með smá fyrirvara þannig að krakkarnir geti þá mætt á þær opnanir sem þeim finnst mest spennandi.

Þar sem um nýtt starf er að ræða, og félagsmiðstöðin enn að aðlagast nýju húsnæði, er ekki komið á hreint hvernig starfið verður uppsett. Flest þau sveitarfélög sem bjóða upp á svona starf eru með sameiginlegar opnanir fyrir þennan hóp. Þar sem félagsmiðstöðin Zelsíuz er nú komin í minna húsnæði gæti svo farið að hópnum verði skipt eftir árgöngum. Við munum því fara varlega stað og taka okkur smá tíma í að þróa starfið.

Félagsmiðstöðin Zelsíuz er nú með aðsetur á Austurvegi 2a. Þetta er í kjallarinn fyrir neðan Skjálftamiðstöðina í sama húsi og Ungmennahúsið Pakkhúsið sem er hvíta húsið fyrir aftan Ráðhúsið og bókasafnið.

Opið hús í dag milli 17:00 – 18:30


Fyrst opna húsið var miðvikudaginn 28. september milli 17:00-18:00.


Ball 12. október 2011
Miðvikudaginn 12. október verður síðan næsta opnun en þá höldum við veislu og sláum upp balli fyrir hópinn.

Í byrjun október verður síðan send út nákvæmari dagskrá.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur starf félagsmiðstöðina á heimasíðunni www.zelsiuz.is enn frekari upplýsingar má einnig nálgast hjá Önnu í síma 480-1950 eða hjá félagsmiðstöðinni í síma 480-1951. Einnig er hægt að senda Önnu póst á anna@arborg.is

Fyrir hönd Zelsiuz
Anna Þorsteinsdóttir
Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Árborgar