Skólinn fór af stað með sínum föstu liðum og ekki annað hægt að segja að flestir uni sáttir við sitt, enda alltaf gott að byrja rútínunni aftur. Foreldrakynningar eru langt komnar, útileikfimin er orðin að innileikfimi og samræmd könnunarpróf eru framundan i 10., 7. og 4. bekk.
Samhliða venjubundnu skólastarfi vinna kennarar að innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla og þrátt fyrir að það sé tímafrekt verkefni þá er það engu að síður spennandi og mikilvægt fyrir þróun íslensks skólastarfs. Gaman er að segja frá því að í 1. og 2. bekk er farið að vinna með spjaldtölvur þannig að spjaldtölvuvæðingin er fyrir alvöru hafin í Vallaskóla.
Haustveðrið er frekar snemma á ferðinni og því er ástæða fyrir foreldra að vera vakandi fyrir öryggi barna sinna í umferðinni. Breyting á útivistartíma átti sér stað síðustu mánaðarmót og svo er ástæða til að kanna stöðuna á endurskinsmerkjunum.
[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]