Dagana 24.-26. apríl sóttu tveir kennarar í Vallaskóla ráðstefnu í Finnlandi þar sem umfjöllunarefnið var fordómar og rasismi í skólasamfélögum.
Fólk frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Belgíu, Þýskalandi og Lúxemborg sóttu ráðstefnuna og réðu ráðum sínum.
Ráðstefnan byggðist annars vegar upp á nokkrum fyrirlestrum og hins vegar á hópastarfi þar sem unnið var að því smíða eTwinning verkefni sem taka á fordómum og rasisma. Fyrirlestrarnir voru mjög fróðlegir og veittu góða innsýn inn í það hvernig staða mála er varðandi fordóma og rasisma í nágrannalöndum okkur. Hópavinnan gaf af sér samstarfsverkefni milli Vallaskóla og landa í Evrópu sem verður spennandi að fylgjast með hvernig þróast. Þátttaka í verkefnum af þessu tagi eru áhugaverð og opna á ný tækifæri.
