Erasmus+ ferð 9. bekkinga

Skólavikuna 14. – 18. nóvember sl. fóru fimm nemendur úr 9. árgangi í Vallaskóla í heimsókn til Spánar.

Heimsóknin var sú fyrsta í röðinni í verkefninu One Europe from North to the South, en þátttakendur í verkefninu eru skólar frá Íslandi, Spáni, Þýskalandi, Slóvakíu, Svíþjóð og Möltu. Fyrsta heimsóknin var eins og áður sagði til Spánar til bæjarins Valdepenas sem er þekktast fyrir mikla og góða víngerð.

Markmið verkefnisins er að kynnast menningu, sögu, íþróttum, matargerð, tungumáli og nærumhverfi staðarins sem heimsóttur er. Frá Vallaskóla fóru Erla Maren, Hildur Kristín, Jakob Máni, Sigurður Ingi og Tara Björk ásamt kennurunum Birgi og Hörpu. Heimsóknin heppnaðist með ágætum. Þátttakendur eru allir fróðari um allt spánskt og sér í lagi nærumhverfi Valdepenas.

Krakkarnir kynntust mörgum nýjum vinum frá þessum löndum og til stendur að þau kynni svo það sem þau lærðu fyrir hluta af nemendum unglingastigsins hjá okkur. Næsta ferð er svo á dagskrá í febrúar, þar sem aðrir fimm nemendur heimsækja skóla í Sachsenheim í Þýskalandi.

Vallaskóli 2022 (BA)
Vallaskóli 2022 (BA)
Vallaskóli 2022 (BA)