Deildarstjórar við Vallaskóla

Við Vallaskóla á Selfossi eru lausar tvær 100% stöður deildarstjóra miðstigs og deildarstjóra efsta stigs.

Starfssvið

Deildarstjóri er þátttakandi í daglegu starfi stjórnunarteymis skólans. Hann ber ábyrgð á skólahaldi viðkomandi skólastigs og verkefnum því tengdu. Deildarstjóri fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með mikla hæfni í mannlegum samskiptum og menntun sem nýtist í starfi, góða íslenskukunnáttu og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af teymisvinnu og þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.

Í Vallaskóla eru um 600 nemendur í 1.-10. bekk og yfir 100 starfsmenn, sjá www.vallaskoli.is .

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Störfin henta jafnt konum sem körlum.

Umsóknarfrestur er til 20. júní 2018 með ráðningu frá 1. ágúst 2018.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Þorvaldi H. Gunnarssyni skólastjóra á thorvaldur@vallaskoli.is .