Dagur íslenskrar tungu og tónlistar í eina sæng

Nemendur og starfsmenn Vallaskóla héldu dag íslenskrar tungu og tónlistar sameiginlegan og hátíðlegan miðvikudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Þá var sett upp flott dagskrá í íþróttasal skólans þar sem nemendur og starfsfólk komu saman. Dagskráin hófst á ljóðaflutningi þeirra Halldórs og Úlfs úr 8. árgangi en þeir sigruðu Stóru upplestrarkeppnina á síðasta skólaári. Því næst steig lið Vallaskóla sem keppti í og sigraði listakeppnina Skjálftinn á dögunum og sýndi sitt glæsilega atriði. Í kjölfarið tóku nemendur undir með starfsmannahljómsveitinni Í Grænum Fötum og sungu undir í lögunum Húsið og ég og Snjókorn falla. Með þeirri framkomu var gerð atlaga að Íslandsmeti í fjöldasöng. Að lokum steig starfsmannagrúbban Vice Guys trylltan dans með nemendum við undirleik jólalagsins Þessi Týpísku jól. Sannarlega dásamleg og vel heppnuð samvera í Vallaskóla.