Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðilegur 16. september ár hvert. Skólafólk er hvatt til að gera sér dagamun á Degi íslenskrar náttúru og vinna verkefni með nemendum.

Verkefnin vekja nemendur til umhugsunar um náttúruna, mikilvægi hennar og okkar áhrif á hana. Nemendur í 2. AV tóku því kalli og héldu daginn hátíðlegan með því að mála fallegar haustmyndir með haustlitum og reyniberjum.

Vallaskóli 2020 (GJ)
Vallaskóli 2020 (GJ)

Vallaskóli 2020 (GJ)