Kæru foreldrar og forráðamenn.
Ár hvert, þann 8. nóvember, höldum við forvarnadag gegn einelti hátíðlegan en dagurinn hefur verið haldinn síðan árið 2011. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á því að einelti er hvergi liðið og að við stöndum saman í forvörnum og viðbrögðum þegar kemur að einelti eða samskiptavanda. Þar sem daginn bar upp á laugardegi í ár skipulögðum við hann á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember kl. 10:30 í íþróttasal skólans. Þar munum við líkt og síðustu ár njóta stundar saman og syngja saman þar sem starfsmannahljómsveitin í Grænum fötum leikur fjögur lög og svo munum við að sjálfsögðu stíga Vallaskóladansinn við Í lari lei.
Hér að neðan er svo hlekkur á vefinn Gegn einelti en þar má finna mikið af gagnlegu efni. Einnig mælumst við til þess að nemendur og starfsmenn klæðist grænum lit í tilefni dagsins, verði því við komið. Grænn er litur verndarans.
https://gegneinelti.is/
Starfsmenn Vallaskóla

