Dagur gegn einelti var haldinn í Vallaskóla 8. nóvember. Í tilefni dagsins var ,,grænn dagur „ í skólanum. Allir áttu að mæta í einhverju grænu.
Skóladagurinn byrjaði á allsherjar bekkjarfundi. Umræðuefnið var Samkennd og vinátta.
Í lok skóladagsins var söngstund í íþróttasalnum, þar sem þrír kennarar við skólann léku undir fjöldasöng allra nemenda og starfsmanna, allt lög sem tengjast vináttu.
Myndir á Facebook síðu Vallaskóla.