Í Vallaskóla eru tveir hópar af nemendum 9. og 10. bekkjar í vali í matreiðslu. Nemendur eru áhugasamir í þessum tímum og tímarnir eiga auðvitað að vera gagnlegir og skemmtilegir. Í síðustu viku fengum við kokk í heimsókn hjá 10. bekkingunum. Kokkurinn var sjálfur í grunnskóla á Selfossi fyrir nokkrum árum og hafði, að eigin sögn, gaman af að koma og kenna krökkunum að búa til ítalskan rétt ásamt gómsætum eftirrétt. Nemendur lýstu yfir mikilli ánægju með tímann og allir skemmtu sér vel.