Nú líður að því að þorrinn kveðji okkur og góan heilsi með hækkandi sól. Í næstu viku er bolludagur, sprengidagur og öskudagur sem hver með sínu sniði setur svip sinn á skólastarfið.
Hér kemur skipulagið í Vallaskóla fyrir þessa þrjá daga:
Á bolludaginn mega nemendur koma með bollu í nesti eins er 10.bekkur með bollusölu.
Á sprengidaginn verður þjóðlegur matur á boðstólum í mötuneytinu fyrir þá sem eru skráðir í mat.
Á öskudaginn er skóladagur og mega nemendur koma í búningum í skólann, en eru vinsamlegast beðnir um að skilja öll vopn og aðra fylgihluti eftir heima.
Kennslu í 5. – 10. bekk verður hætt kl. 13:00 til jafns á við Sunnulækjarskóla.