Á Bolludaginn (mánudaginn 20. febrúar) ætla nemendur í 10. bekk að selja bollur í kaffitímanum (löngu frímínútum). Bollurnar verða í boði fyrir nemendur í 7. – 10. bekk.
Þetta gera þau til að safna fyrir útskriftarferð í vor. Bolla með rjóma kostar 300 kr., og hægt er að fá tvær fyrir 500 kr. Bollur án rjóma kosta 150 kr.
Nú er um að gera að nýta tækifærið og sleppa við að borða klesstar bollur úr nestisboxinu og styrkja gott málefni í leiðinni.
BOLLA BOLLA BOLLA!