http://clipart-library.com/friendship-clipart.html

Bekkjartenglar

Til foreldra og forráðamanna

Við viljum biðja ykkur um að taka vel í beiðni kennara um bekkjartengla.

Að vera bekkjartengill er skemmtileg vinna og gefandi.

Við mælum með að tenglar boði stuttan fund með foreldrum snemma um haustið þar sem vetrarstarfið er mótað. Þar fær fólk t.d. tækifæri til að kynnast, ræða saman um reglur og uppeldisaðferðir og skiptast á skoðunum. Foreldrasáttmálinn frá Heimili og skóla er t.d. ágætur leiðarvísir fyrir foreldra þegar þeir hittast á fundinum. Gott er að hafa annan fund eftir jól.

Meðal fundarefna gætu verið:

– Skemmtilegheit með börnunum
– Líðan barna í skólanum

– Uppeldi, t.d. tölvu/símatækjanotkun, svefn, nesti oflr.

– Nám og kennsla – er of mikið/lítið heimanám?

– Önnur umræðuefni

  • Bekkjartenglar skipuleggja að lágmarki tvo viðburði á skólaárinu. Þessir viðburðir eru ekki síður fyrir foreldra að tengjast en börnin. Þarna fá börnin tækifæri til að hittast utan skóla og tómstunda og gera eitthvað skemmtilegt saman. Nauðsynlegt er að hafa í huga að kostnaði við viðburði sé haldið í lágmarki. Það er gert til að allir eigi sömu tækifæri til að taka þátt. Bekkjartenglar geta sótt um peningastyrk til foreldrafélagsins.
    • Á síðu samfok.is er hægt að finna margar skemmtilegar hugmyndir að tenglastarfi
  • Ef stuðlað er að góðu félagsstarfi hjá börnunum er um leið verið að minnka líkur á árekstrum þeirra á milli dags daglega. Einnig er það þannig að því oftar sem foreldrar hittast og kynnast því auðveldari verða öll samskipti.
  • Við ítrekum að skipulagðir viðburðir með árgöngum skólans ættu ekki að vera foreldralausir. Þessir viðburðir eru ekki síður mikilvægir fyrir foreldra að hittast.
  • Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og gott fyrir þau að sjá foreldra eiga jákvæð samskipti. Tökum þátt í félagslífi barna okkar.
  • Hér eru nokkrir punktar um tenglastarf
  • Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli

 

Gott foreldrasamstarf og góð samskipti á meðal foreldra/forráðamanna stuðla að betra sambandi á milli barnanna okkar

Frekari upplýsingar gefur

 Inga Dóra Ragnarsdóttir – foreldrastarfstengill í Vallaskóla

ingad@vallaskoli.is

http://clipart-library.com/friendship-clipart.html