Í tilefni alþjóðlegs bangsadags er hefð í Vallaskóla að yngri nemendur skólans komi saman á sal og skemmti sér, oft í náttfötum og yfirleitt með bangsana sína meðferðis.
Ekki var brugðið út af vananum þetta árið og skemmtu nemendur sér konunglega. Nemendur úr 10. árgangi stýrðu dansi og Gunnhildur Zumbakennari kom og tók Vallaskóladansinn við mikinn fögnuð skarans.