Árshátíð miðstigs

Árshátíð miðstigs Vallaskóla var haldin fimmtudaginn 15. maí og hófst klukkan 17.00. Allir mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér og öðrum konunglega. Hver bekkur kom með eitt til tvö atriði við mikinn fögnuð skólafélaganna. Atriðin voru af ýmsum toga, dans, tískusýning og söngur. Þegar skemmtiatriðum lauk tók dj Adrian við og „þeytti skífum“ í rúman klukkutíma. Einhverjir spiluðu eða léku sér í borðtennis og enn aðrir nýttu góða veðrið og tóku stuttan boltaleik. Ekki var annað að sjá en að allir færu sáttir heim og í morgunsár föstudagsins 16. örlaði á lúa í nemendahópnum.