Áríðandi tilkynning – styttur skóladagur í dag 10. janúar

Kæru fjölskyldur.

Vegna slæmrar veðurspár og appelsínugulrar viðvörunar frá kl. 12:00 á Suðurlandi í dag höfum við ákveðið að ljúka skólastarfi heldur fyrr en venja er.

Skólastarfi mun því ljúka kl. 11:00 í dag, föstudaginn 10. janúar 2020.

Skólaakstur í Tjarnarbyggð og Sandvíkurhrepp mun leggja af stað frá Vallaskóla kl. 11:05.

Með þessum hætti ætti að vera tryggt að allir munu komast heim í öruggt skjól áður en veður skellur á.

Foreldrar nemenda í 1. – 3. bekk eru beðnir um að sækja börnin í skólann en hafa samband að öðrum kosti.

Vinsamlega hafði samband við ritara skólans í síma 480-5800 ef þörf er á frekari upplýsingum eða aðstoð vegna þessa.

Frístundheimilið Bifröst verður lokað í dag af sömu ástæðu. Hægt er að hafa samband við Frístundaheimilið í síma 480-5860/480-5861.

Með kærri kveðju frá starfsfólki Vallaskóla.

Guðbjartur Ólason
Vallaskóli