Árgangur 2004 – útskrift 5.6.2020

Útskrift nemenda í 10. bekk í Vallaskóla skólaárið 2019-2020 fór fram föstudaginn 5. júní síðastliðinn. Átjanda starfsári skólans var þar með að ljúka. Athöfninni var í fyrsta sinn streymt á netinu, n.t.t. á facebooksíðu skólans. 73 nemendur voru að útskrifast þetta skólaárið. (Myndasafn fylgir með neðst í þessari frétt).

Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri stýrði dagskrá sem var með aðeins breyttu sniði þetta árið vegna COVID-19.

Guðbjartur Ólason skólastjóri flutti ávarp og kvaddi starfsfólk sem var að ljúka löngum og gifturíkum starfsferli sínum. Að þessu sinni voru það þau Árni Oddgeir Guðmundsson og Bryndís Karen Borgedóttir. Er þeim báðum færðar alúðarþakkir skólans fyrir vel unnin störf.

Guðbjartur þakkaði öllu starfsfólki skólans, nemendum og forráðamönnum fyrir æðruleysi þeirra í vetur en þetta fólk gegndi mikilvægu hlutverki framvarðasveitar er allt skólasamfélagið varð fyrirvaralaust að takast á við einstakar aðstæður í ljósi COVID-19. Eins og Guðbjartur sagði þá reyndist sannarlega vel þróunarverkefnið, sem hér er í miðjum klíðum þessi árin með smiðjum, rafrænu námi og teymisvinnu.

Viðurkenningar fyrir góðan árangur nemenda í námi voru afhentar. Stefán Ármann Þórðarson flutti ræðu kennara og Ásrún Aldís Hreinsdóttir formaður NEVA flutti einnig ræðu. Að lokum var boðið upp á kaffiveitingar í mötuneyti skólans.

Ferðanefnd nemenda í 10. bekk Vallaskóla var heiðruð sérstaklega en þar voru öflugir foreldrar á ferð. Vinna þeirra við skipulagningu útskriftarferðar nemenda og fjáröflun var til mikillar fyrirmyndar. Nefndina skipuðu: Vigdís Anna Kolbeinsdóttir, Linda Björg Perludóttir, Lucinda Árnadóttir, Hulda Ósk Whalen Gunnarsdóttir og Magnús Gísli Sveinsson.

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í námi:

Karítas Líf Sigurbjörnsdóttir

Tinna Sigurrós Traustadóttir

Kristjana Ólafsdóttir

Óli Þorbjörn Guðbjartsson

Sara Nugig Ingólfsdóttir

Friðveig Dögg Sveinsdóttir

Brynja Líf Jónsdóttir 

Eva Sigríður Jakobsdóttir

Björk Gunnarsdóttir

Sesselja Helgadóttir

Aron Lucas Vokes

Hugrún Tinna Róbertsdóttir

Óli Gunnar Ágústsson

Svanlaug Halla Baldursdóttir

Thelma Lind Sigurðardóttir

Hanna Guðmundsdóttir

Sebastian Þór Bjarnason

Inga Kristinsdóttir

Tryggvi Freyr Magnússon

Emilía Ýr Kjartansdóttir

Lingný Lára Lingþórsdóttir

Magnea Reyndís Sigurgeirsdóttir

Mikael Dagur Baldursson

Hrefna Sif Jónasdóttir

Gabríel Máni Martinsson

Viðurkenningu fyrir mjög góðan heildarárangur við lok grunnskóla hlaut Kristjana Ólafsdóttir