Fjórir nemendur útskrifuðust í dag samkvæmt reglum um áramótaútskrift úr 10. bekk Vallaskóla. Þetta eru þær Anna Linda Sigurðardóttir, Íris Ragnarsdóttir, Sara Lind A. van Kasteren og Matthildur Vigfúsdóttir. Allar eru þær nemendur í 10. SAG.
Myndirnar með þessari frétt eru teknar þegar skólastjóri afhenti stúlkunum niðurstöður lokamatsins. Við í Vallaskóla óskum þeim alls hins besta í krefjandi framhaldsskólanámi sem hefst hjá þeim í janúar 2018.

