Ævintýrið í mér

Fyrsta skóladaginn eftir haustfríið, eða þriðjudaginn 22. október, fengu nemendur 4. – 6. bekkja rithöfund í heimsókn. Þar var á ferðinni Brynja Sif Skúladóttir rithöfundur að kynna bókina sína, Nikký og slóð hvítu fiðrildanna, og vinna með verkefni sem hún kallar Ævintýrið í mér með nemendum. Bókin fjallar um Nikký, ellefu ára gamla kraftmikla og skapstóra stúlku sem býr með mömmu sinni í Reykjavík.

Heimsókn Bynju var afar vel tekið og höfðu nemendur greinilega undirbúið sig vel fyrir komu hennar. Brynja Sif hafði á orði að það hefði verið einstaklega gaman að koma í Vallaskóla.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Brynja Sif Skúladóttir, rithöfundur
Ljósmynd: Vallaskóli 2013. Brynja Sif Skúladóttir, rithöfundur

 

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]