Aðalhátíð Stóru upplestrarkeppninnar á svæði Vallaskóla var haldin 7. mars sl. í Sunnulækjarskóla. Skólarnir sem tóku þátt utan Vallaskóla voru: Sunnulækjarskóli, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri. Skáld keppninnar að þessu sinni voru þau Friðrik Erlingsson og Þóra Jónsdóttir en keppnin er haldin í samstarfi við Raddir, sem eru samtök um vandaðan upplestur og framsögn.
Það fer ekkert á milli mála að á þessari hátíð voru komnir saman glæsilegir fulltrúar þessara fimm nágrannaskóla, og alls voru þau 11. Öll stóðu þau sig vel í upplestrinum en upplesturinn skiptist í þrjár umferðir. Leikar fóru þannig að fulltrúar Sunnulækjarskóla hlutu 1. og 3. sæti en annar fulltrúi Grunnskólans í Hveragerði hlaut 2. sætið. Óskum við þeim öllum innilega til hamingju. Allir þátttakendur fengu bókargjöf frá Röddum og verðlaunahafar fengu peningaverðlaun frá styrktaraðilum hátíðarinnar.
Þátttakendur Vallaskóla voru: Karolina Konieczna 7. MIM, Jóhann Bragi Ásgeirsson 7. MIM og Sandra Lilja Björgvinsdóttir 7. MIM.
Boðið var upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga og foreldrar nemenda í 10. bekk í Sunnulækjarskóla sáu um glæsilegar kaffiveitingar í hléi. Þökkum við nágrönnum okkar í Sunnulækjarskóla fyrir höfðinglegar móttökur. Kristín Hreinsdóttir frá Skólaskrifstofu Suðurlands stýrði dagskrá.
Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson ávarpaði samkomuna en þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni lásu upp úr bók hans Benjamín dúfa. Þess má geta að Þórunn Ösp Jónasdóttir nemandi í 8. KH í Vallaskóla, og sigurvegari Stóru upplestrarkeppninar frá því í fyrra, fékk það skemmtilega hlutverk að lesa upp kynninguna á Friðriki.
Friðrik fjallaði um mikilvægi þess að vera góður lesandi og hvernig það væri að vera rithöfundur. Góð bók talar til manns og opnar nýjar víddir í sjálfum manni, og ríkur rithöfundur á marga lesendur. En góðir lesendur eru eins og býflugur sem fara á milli bókar til bókar, nærandi sál og líkama. Og ekki er verra að lesa upphátt! En af þessu leiðir að ef maður ætlar að vera góður lesandi þá verður maður að vera góð býfluga, ekki satt!
Friðrik benti á að 12 ára gömul börn standa á þröskuldi fullorðinsáranna og eiga því að fá bækur við hæfi, bækur sem þroska og efla vitund þeirra. Undir það taka sjálfsagt flestir heilshuga.
[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]