Það getur verið erfitt að haldast við inni í heitri kennslustofu þegar veðrið er jafn gott og það hefur verið síðustu daga. Þá þarf að beita fjölbreyttum kennsluháttum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum af nemendum í 1. bekk. Brugðið var út af vananum og myndmenntatíminn færður út, nemendum til ánægju og yndisauka.
