Nemendur í 7. bekk Vallaskóla tóku þátt í söfnuninni ,,Börn hjálpa börnum 2011″. Í dag fengu þeir nemendur sem tóku þátt viðurkenningarskjal frá ABC-barnahjálp.
Í þakkarbréfi ABC-barnahjálp segir:
Við hjá ABC barnahjálp viljum þakka ykkur og kennaranum ykkar kærlega fyrir að taka þátt í söfnuninni ,,Börn hjálpa börnum 2011″. Þið stóðuðu ykkur frábærlega vel og söfnunarféð ykkar verður notað til að kaupa borð og stóla fyrir börn í ABC skólanum í Pakistan og til þess að kaupa hús fyrir ABC heimilið í Kenya.
Hjálp ykkar er mjög dýrmæt og skiptir miklu máli fyrir þessi fátæku börn. Þau senda ykkur sínar bestu kveðjur frá Pakistan og Kenya.
Þess má geta að nemendur 7. bekkjar Vallaskóla söfnuðu 199.782 kr. Glæsilegt það!