Fyrir nokkru fengu nemendur í 1. og 2. bekk hann Ingvar lögregluþjón í heimsókn. Hann fór yfir helstu atriði hvað varðar endurskinsmerki, göngu til og frá skóla, hjálma og reiðhjólanotkun og margt fleira. Nemendur voru mjög áhugasamir og spurðu margs. Meðfylgandi myndir eru af nemendum í 1. IG og 2. BB, teknar í Valhöll – nýju skólahúsnæði Vallaskóla.
Ingvar heimsótti svo 3., 4. og 5. bekk líka nokkru síðar og til stendur að fá hann til okkar í 6.-10. bekk í október.