Ekkert jafnast á við hafragraut

Vallaskóli býður upp á ókeypis hafragraut í frímínútum á hverjum morgni og er þetta þriðja árið sem það er gert.

Starfsfólk mötuneytis afgreiðir um 250 skammta á dag en hafragrauturinn er hluti af heilsustefnu skólans, enda er Vallaskóli í hópi heilsueflandi grunnskóla.


Mikil ánægja er meðal nemenda, foreldra og starfsfólks með þetta fyrirkomulag. Mjög gott er fyrir nemendur að fá staðgóða máltíð í morgunhléi og nemendur yngri deildar hafa nú fengið aðgang að hafragrautnum líka en það hefur ekki verið hægt þar sem ekkert mötuneyti var í Sandvík.


Ferðum unglinga í sjoppu í frímínútum hefur snarfækkað og heyrir orðið til undantekninga.