Litlu-jól í eldri deild

Hér má sjá upplýsingar um skipulag litlu-jóla í eldri deild.

Dagskrá litlu-jóla í eldri deild Vallaskóla skólaárið 2010-2011


Fimmtudagurinn 16. desember


Kl: 15.30, Austurrýmið á Sólvöllum – gengið inn Engjavegsmegin


5.-6. bekkur: Jóladagskrá, m.a. jólaguðspjallið, leikþættir og dans. Áætluð dagskrálok eru kl. 16.30. (Ath! 5. bekkur sýnir jólaguðspjallið líka á yngsta stigi um morguninn 17. desember – sjá skilaboð umsjónarkennara)


Kl: 17.00, Austurrýmið á Sólvöllum – gengið inn Engjavegsmegin


7. bekkur: Jóladagskrá, m.a. leikþættir og dansiball. Áætluð dagskrálok eru kl. 18.00.


Kl: 18.00 – Stofujól og jólakvöldvaka 8.-10. bekkjar. Bekkjarstofur og Austurrýmið á Sólvöllum.


8.-10. bekkur: Jóladagskrá, stofujól hefjast kl. 18.00 og jólakvöldvaka kl. 18.45. Áætluð dagskrálok eru kl. 20.00.


Athugið að kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar 2011. 3. janúar er starfsdagur í skólanum.


Gleðileg jól!                           


Deildarstjóri.