Í Vallaskóla eru þessa stundina 513 nemendur og dreifast þeir í 27 deildir. Kynjaskiptingin þessa stundina er dálítið ójöfn. Drengirnir okkar er 300 en stúlkurnar okkar eru 213. Á einum af veggjum skólans í aðalanddyri hans hefur dreifing í árganga verið sett fram á skemmtilega myndrænan hátt. Hana má sjá á myndinni sem fylgir þessari frétt.

