Kæru foreldrar og forráðamenn,
Á þessum árstíma er mjög dimmt úti og nauðsynlegt fyrir alla að vera vel sýnileg í myrkrinu. Þess vegna hefur nemendaráð brugðið á það ráð að selja einstök endurskinsmerki með merki Vallaskóla á 1000 kr.
Hægt er að kaupa endurskinsmerki hjá krökkunum í nemendaráði eða panta hjá okkur.
Pöntun fer þannig fram, að lagt er inn á reikning NEVA, Í skilaboð þarf að setja nafn og árgang nemanda og kvittun á halldorahv@vallaskoli.is eða magdalenam@vallaskoli.is
681088-7769
0152-26-002195
Þá getum við sett endurskinsmerki í tösku viðkomandi nemanda.
Vonum að þið takið vel í þetta.
Verum sýnileg í myrkrinu.
Kær kveðja,
Halldóra og Magda

