Hefð hefur skapast fyrir jólagangasöng á aðventu í Vallaskóla. Nemendur hafa sungið jólalögin á göngum og í sal skólans undir stjórn starfsmannahljómsveitar nú í desember. Þetta hefur skapað notalega stemningu í nemenda- og starfsmannahópnum og brotið skammdegið upp sem og stytt biðina eftir jólunum.

