Gönguferð í Hellisskóg

Frostkaldan en bjartan morgun í vikunni örkuðu nemendur unglingadeildar sem leið lá í Hellisskóg. Þar áttu þeir ljúfa samveru með kennurunum sínum og gæddu sér heitu kakói og piparkökum. Kveiktur var varðeldur og slegið á létta strengi. Falleg stund með góðu fólki.