Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu  er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 16. nóvember en þar sem hann ber upp á sunnudegi í ár höldum við í Vallaskóla upp á hann mánudaginn 17. nóvember.
Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kemur í heimsókn til okkar og les upp úr bókum sínum fyrir 1.- 7. árgang og í tilefni af því mun Linda á bókasafninu tína fram allar bækurnar hans og gera þær sýnilegri þennan dag.
 
Einnig hefst formleg þjálfun fyrir Litlu upplestrarkeppnina í 4. árgangi og Stóru upplestrarkeppnina í 7. árgangi þennan dag. Allir kennarar eru hvattir til þess að vinna verkefni og ræða við nemendur um mikilvægi þess að varðveita tungumálið okkar.