Foreldrafélagið gefur 1. árgangi endurskinsvesti

Við finnum fyrir því að daginn er farið stytta. Þeim tíma fylgir að við þurfum að dusta rykið af enduskinsmerkjunum okkar. Öll viljum við sjást í myrkrinu.

Foreldrafélag Vallaskóla er með puttann á púlsinum hvað þetta varðar. Á dögunum fóru fulltrúar foreldrafélagsins þær Bjarnheiður Böðvarsdóttir og Júlíana Gústafsdóttir og afhentu börnum í 1.árgangi endurskinsvesti.
Börnin voru mjög glöð og þakklát fyrir þessa gjöf sem merkt er með merki skólans og nafni hvers barns. Það er von foreldrafélagsins að börnin verði dugleg að nota vestin á leið sinni til og frá skóla núna þegar skammdegismyrkrið er að skella á. Þannig geta þau verið örugg í umferðinni.

Hér má sjá myndir af börnunum ásamt kennurunum sínum þeim Hrönn og Kristínu og fulltrúum foreldrafélagsins.