Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður heimsótti miðstig og las upp úr glænýrri bók sem er að koma út í byrjun október og vann barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í fyrra.

Bókin heitir Skólastjórinn og fjallar um 12 ára gamlan strák sem sækir um stöðu skólastjórans í skólanum sínum .

Ævar fór á kostum og nutu nemendur upplesturs hans og spjalls við hann.

Takk Ævar!