Nokkrir foreldrar nemenda í 10. árgangi komu og kynntu störfin sín fyrir krökkunum. Er þessar kynningar hluti af námi sem kallað er Skólabragur. Það sem kynnt var í dag var m.a. að vera hárgreiðslumeistari, fjölskylduráðgjafi, framkvæmdastjóri, bólstrari og kvikmyndagerðamaður. Góður rómur var kveðinn af kynningunum og nemendur hlustuðu af athygli. Takk fyrir þið foreldrar sem heimsóttuð okkur.
