Síðast liðinn miðvikudag fór Skólahlaup ÍSÍ fram með pompi og prakt. Hlaupin var ákveðin leið og að lágmarki átti að hlaupa 2,5 km. Gleðin réð ríkjum og þeir voru ansi margir kílómetrarnir sem nemendur okkar lögðu að baki. Erum við stolt af þeirra dugnaði og elju. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
