Heimsókn kennara frá Reonion eyju

Fimmtudaginn síðast liðin heimsóttu okkur tveir kennarar frá Reunion (Réunion) eyju í Indlandshafi. Voru þeir að kynna sér skólastarf hér í Vallaskóla og ætluðu svo að fara víðar um Suðurland. Sem þakklætisvott fyrir gestrisnina færðu þeir okkur hunang, sultu, krydd og sykur sem framleidd eru Reunion. Hunangið átti meira að segja uppruna sinn í eigin ræktun annrs kennarans.

Reunion er 2.512 ferkílómetra eyja í Indlandshafi og íbúar hennar eru 885.700. Höfuðborg eyjarinnar heitir Saint-Denis. Nánari upplýsingar um eyjarnar má finna hér.