Nemendur í 6. bekk áttu saman rafmagnslausan dag fyrir nokkru síðan. Eini ljósgjafinn var vasaljós og unnu nemendur við ljósið frá því. Önnur tæki sem ganga fyrir rafmagni voru lögð til hliðar. Þótti nemendum merkilegt að vinna við þessar aðstæður. Aðspurðir voru þeir ekki vissir um að þeir héldu út marga svona daga.