Skólakosningar

Nemendur í 10. bekk hafa undanfarnar vikur verið að vinna við að búa til stjórnmálaflokka. Verkefnið er samþættingarverkefni samfélagsfræði og íslensku. Afraksturinn var kynntur í dag. Settar voru upp kosningaskrifstofur í Austurrýminu þar sem flokksmeðlimir kynntu sýna flokka og þeirra stefnumál. Skemmst er frá því að krakkarnir stóðu sig vel og gaman var að sjá hvað þau höfðu lagt vel fram í verkefninu. Nemendur unglingadeildar munu svo ganga til kosninga föstudaginn 13. desember. Spennandi verður að sjá úrslitin.