Rýmingaræfing

Í dag var haldin rýmingaræfing í skólanum. Gekk hún vel og voru starfsmenn Brunavarna Árnessýslu sáttir við viðbragðstímann hjá nemendum og starfsfólki. Nemendur sýndu aga þegar þeir örkuðu út úr byggingunni og héldu röðum sínum vel. Þegar á söfnunarsvæði var komið fóru allir í raðir og starfsfólk skólans hélt á lofti spjöldum og sýndu annars vegar grænan lit en rauðan ef einhvern vantaði í hópinn. Frostið beit í kinn en gætt var að því að nemendur væru í yfirhöfnum og skóm. Við erum þakklát fyrir hvað nemendur okkar stóðu sig vel á æfingunni.

Fleiri myndir er hægt að sjá á Instagramreikningi skólans: www.instagram.com/vallaskoliselfossi/