Kynning fyrir foreldra/forráðamenn miðvikudaginn 31. ágúst

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í 1. árgangi við Vallaskóla.

Miðvikudaginn 31. ágúst n.k. boðum við til kynningarfundar um starfshætti, verk- og vinnulag við skólann. Fundartími er kl. 17:00 – 18:30 í Austurrými skólans, gengið inn um inngang við Engjaveg. Um nýbreytni er að ræða en slíkir fundir er einnig fyrirhugaðir fyrir foreldrar/forráðamanna í 5. árgangi og 8. árgangi. Við vonumst til þess að mæting verði góð enda um mikilvægar upplýsingar að ræða á kynningarfundinum. Dagskráin verður með þessum hætti:

  • Vallaskóli: Rótgróinn skóli í Árborg – Hefðir, framtíðarsýn, stafrænt vinnulag, teymiskennsluskóli
                          • Stjórnendateymi Vallaskóla
  • Þjónusta fjölskyldusviðs Árborgar: Hvernig fæ ég aðstoð? Verkferlar og vinnulag kynnt.
                          • Margrét Björk, deildarstjóri Skólaþjónustu
  • Upphaf grunnskólagöngu: Hvað geta foreldrar gert til að stuðla að farsælu upphafi?
                          • Lucinda Árnadóttir, yfirsálfræðingur hjá Skólaþjónustu Árborgar
  • Námsefniskynning: Umsjónarkennarar fara yfir praktískt mál er varða skólagönguna, skipulag, heimalestur o.fl. Foreldrasamstarf kynnt og mikilvægi samstöðu í foreldrahópnum.
  • Læsi og lestrarnám: Erindi um upphaf lestrarnámsins og hvernig foreldrar geta stutt við barnið sitt.
                          • Hrund Harðardóttir, kennsluráðgjafi hjá Skólaþjónustu Árborgar
  • Umræður og fyrirspurnir eins og tími leyfir. 
  • Kaffi og veitingar í boði. 

Hlökkum til að sjá ykkur á miðvikudaginn,

stjórnendur Vallaskóla.

Vallaskóli 2021 (HSG)