Útikennsla í 5. bekk

5. bekkur var á dögunum í útikennslu þar sem þau voru í hópum með 1 Ipad á hóp.

Þau fengu það verkefni að mynda 20 mismunandi viðfangsefni t.d. lauftré, barrtré, stóra byggingu, smájurt eða eitthvað gult og þessháttar.

Veðrið lék við nemendur sem kunnu vel að meta útiveruna á fyrstu skóladögunum.

Vallaskóli 2022 (IK)
Vallaskóli 2022 (IK)
Vallaskóli 2022 (IK)