TEAMS fyrirlestur um netnotkun barna og unglinga

Á morgun, 5. apríl, verður fyrirlestur í boði um hættur netsins – sérstök áhersla er á netfíkn en rannsóknir benda til að um 12% netnotenda eigi á hættu að ánetjast netinu.

Netið er komið til að vera og þar leynast hættur eins og annars staðar. Við sendum börnin okkar ekki út í umferðina án þess að hafa kennt þeim umferðarreglurnar en oftar en ekki opnum við heim netsins fyrir þeim án þess að skilja hann almennilega sjálf.
Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum vanda. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á vandanum og afli sér þekkingar á því hvað best sé að gera í málinu.
Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að horfa!