Vinátta og samskipti – fræðsla í 5. árgangi í grunnskólum Árborgar

Þessa dagana stendur forvarnarteymi Árborgar fyrir fræðslu handa nemendum í 5. árgangi í grunnskólum Árborgar.

Hugrún Vignisdóttir sálfræðingur sér um fræðsluna og ræddi hún við nemendur um vináttu og samskipti. Hún hitti nemendur í fjórum hópum í Vallaskóla á miðvikudaginn 16. febrúar og þótti okkur vel til takast.

Í framhaldi af þessari fræðslu viljum við benda foreldrum á ýmsan fróðleik á heimasíðunni Sterkari  út í lífið https://sterkariutilifid.is/. Þarna er að finna ýmis verkfæri ætluð foreldrum og fagfólki, hugmyndir af samtölum og æfingum sem miða að því að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga.