Foreldrabréf – síðasta bréf skólaársins

Í þessu síðasta bréfi skólaársins fjöllum við um átta atriði:

Mánudaginn 31. maí – starfsdagur.
Síðustu daga skólaársins 2020-2021 í ljósi C-19.
Árshátíðir nemenda.
Þemadaga og Vallaland.
Vorhátíðardag, þriðjudaginn 8. júní.
Skólaslit hjá nemendum í 1.-9. bekk, miðvikudaginn 9. júní.
Útskrift nemenda í 10. bekk, miðvikudaginn 9. júní.
Starfsdaga að vori og lokun skrifstofu fyrir sumarleyfi.

1. Mánudagurinn 31. maí – starfsdagur
31. maí, er starfsdagur í skólanum. Þá er frí hjá nemendum. Nemendur mæta aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 1. júní.

2. Síðustu dagar skólaársins 2020-2021 í ljósi C-19
Viðburðaríku skólaári lýkur senn og óþarfi að fjölyrða meira um það. Allir vita að það ,,var út af sottlu“. Flestir verða líklega sumrinu fegnir og vonum við að það verði ánægjulegt og sem mest veirufrítt!

Nýjasta sóttvarnareglugerðin tók gildi 26. maí sl. og gildir til og með 16. júní. Hana má sjá hér https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/0587-2021 . Hún leysir af hólmi sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

Samkvæmt nýju reglugerðinni eru áfram í gildi fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk um starfsfólk skólans og utanaðkomandi aðila í hinu venjubundna og daglega skólastarfi.

Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými má vera 150 með ákveðnum takmörkunum.

Í skólastarfi gildir 1 metra nálægðarmörk fyrir starfsfólk, undir 1 m tekur grímuskylda við.

Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru árið 2005 eða síðar (nemendur í 1.-10. bekk).

Á viðburðum skólans verður að tryggja 2 metra nálægðarmörk á milli fólks sem ekki er í nánum tengslum. Sé það ekki hægt verða t.d. gestir að sitja í bókuðum sætum. Sitji gestir undir 1 metra nálægðarmörkum verða þeir að bera grímu.

Ofangreint mun því hafa veruleg áhrif á útfærslu dagskrár síðustu daga skólaársins.

3. Árshátíðir nemenda
Allt frá því að C-19 fór að hafa áhrif á hefðbundið skólastarf hefur árshátíðum nemenda verið ítrekað frestað. Því miður verður þeim áfram frestað í ljósi sóttvarnareglugerðar sem um var rætt hér að ofan.

Við viljum hins vegar veita nemendum á unglingastigi sárabætur með eftirfarandi hætti:
8. bekkur: Árgangakvöld miðvikudaginn 2. júní, með kvöldvökufyrirkomulagi. Frá 19:00-22:00. Kennarar senda nánari upplýsingar um dagskrána.

9. bekkur: Árgangakvöld þriðjudagurinn 1. júní, með kvöldvökufyrirkomulagi. Frá 19:00-22:00. Kennarar senda nánari upplýsingar um dagskrána.

10. bekkur: Sérstök kvöldstund á Hótel Selfossi (nánar síðar). Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá. Þess má geta að fjáröflun ferðanefndar 10. bekkjar gekk það vel fyrir sig að myndarlegur afgangur varð til. Hann verður notaður til að gera kvöldstundina á hótelinu hátíðlega og sem veglegasta fyrir þessa nemendur okkar sem nú eru að kveðja skólann.

4. Þemadagar og Vallaland

7. – 10. bekkur tekur þátt í þemaverkefninu Vallaland sem hefst þriðjudaginn 1. júní til og með 7. júní. Nemendum er skipt þvert á árganga og þau fá það verkefni að gera land og leysa hinar ýmsu þrautir.

5. og 6. bekkur, þema og ferðadagar 2. – 7. júní:
Miðvikudagur 2. júní: Vallaskólaþema.
Fimmtudagur 3. júní: Spæjaraþema.
Föstudagur 4. júní: Hjólaferð með sparinesti hjá 6. bekk og Þjóðminjasafnsferð hjá 5. bekk.
Mánudagur 7. júní: Þrautakapp.

3. og 4. bekkur blandast í 6 hópa og fara á 6 ólíkar stöðvar á þemadögum sem fara fram miðvikudaginn 2. júní og fimmtudaginn 3. júní.

1. og 2. bekkur blandast í 6 hópa og fara á 6 ólíkar stöðvar á þemadögum sem fara fram miðvikudaginn 2. júní og fimmtudaginn 3. júní. Athugið að ein stöðin hjá 1. og 2. bekk er hjólaþrautabraut svo við biðjum ykkur að senda börnin þessa tvo daga með reiðhjól eða hlaupahjól ef þau eiga og að sjálfsögðu einnig með hjálm.

5. Vorhátíðardagur, þriðjudagurinn 8. júní

7. – 10. bekkur mætir kl. 8:10 og vinnur að frágangi vegna Vallalandsins.
5. – 6. bekkur mætir kl. 8:10 og byrjar daginn með umsjónarkennurum sínum í umsjónarstofum. Um kl. 10:20 hefst vorhátíð Vallaskóla sem haldin verður á skólalóðinni á svæðum í kringum skólann. Að lokinni hátíðinni eða um kl 12:15 er boðið til grillveislu í portinu við aðalinngang Vallaskóla á Sólvöllum.

Ekki er gert ráð fyrir forráðamönnum að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana.

1. – 4. bekkur mætir kl. 8:10 og byrjar daginn með umsjónarkennurum sínum í umsjónarstofum. Um kl. 10:15 hefst vorhátíð Vallaskóla sem haldin verður á skólalóðinni á svæðum í kringum skólann. Að lokinni hátíðinni eða um kl 12:20 er boðið til grillveislu í portinu við aðalinngang Vallaskóla á Sólvöllum. Skóladeginum lýkur kl. 12:40 eins og venjulega.

Ekki er gert ráð fyrir forráðamönnum að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana.

6. Skólaslit hjá nemendum í 1.-9. bekk, miðvikudagurinn 9. júní  

Skólaslit og einkunnaafhending verður miðvikudaginn 9. júní.
Dagskrá í íþróttasalnum.
Nemendur mæta beint inn í sal (setjast í merktar sætaraðir). Ávarp skólastjóra. Nemendur fylgja svo umsjónarkennurum og stuðningsfulltrúum sínum í heimastofur til að fá vitnisburðarblöð afhent.

Ekki er gert ráð fyrir forráðamönnum að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana.

Skólaslitum í 1.-9. bekk er skipt upp í fimm hluta.
Kl. 9:30.
Nemendur í 1.-2. bekk.
Kl. 10:00
Nemendur í 3.-4. bekk.
Kl. 10:30
Nemendur í 5.-6. bekk.
Kl. 11:00
Nemendur í 7. bekk.
Kl. 11:30
Nemendur í 8.-9. bekk.

7. Útskrift nemenda í 10. bekk, miðvikudaginn 9. júní

Útskrift nemenda í 10. bekk verður að mestu hefðbundin en háð takmörkunum vegna sóttvarnareglugerðar.

Þar sem útskriftin fer fram utan venjulegs skólatíma gilda rýmri fjöldatakmarkanir. Miðað er við menningarviðburð þar sem gestir sitja en þá mega allt að 300 manns vera í sama rými með vissum takmörkunum.

Útskriftin fer fram í íþróttasal Vallaskóla kl. 18:00.
Generalprufa fyrir nemendur er kl. 12:00. Mikilvægt að allir mæti!
Nemendur í 10. bekk eru samtals 56. Við höfum ákveðið að 2 aðstandendur geti fylgt hverjum útskriftarnemanda. Þetta er samræmt á milli grunnskólanna á Selfossi.
Í salnum verður einnig gert ráð fyrir hópi starfsfólks sem koma m.a. að 10. bekk.
Gestir sitja í bókuðum sætum. 1 m verður á milli sæta óskyldra aðila. Grímuskylda.
Gestir verða beðnir um að bóka sig fyrirfram (sjá nánar boðsbréf til aðstandenda sem verður sent út fljótlega).
Útskriftinni verður streymt á facebook fyrir þá sem ekki komast.
Að þessu sinni verður ekki boðið upp á veitingar í lok athafnar þar sem erfitt verður að tryggja að nálægðarmörk haldi.

8. Starfsdagar að vori og lokun skrifstofu fyrir sumarleyfi

Dagana 10., 11. og 14. júní verða starfsdagar hjá starfsfólki skólans. Skrifstofa skólans lokar föstudaginn 18. júní kl. 15:00 fyrir sumarleyfi og opnar aftur miðvikudaginn 4. ágúst.

Við þökkum samstarfið á skólaárinu 2020-2021 og sjáumst hress í ágúst.

Hafið það sem allra best í sumar.

Með kærri kveðju.
Starfsfólk Vallaskóla.

Mynd af: https://www.kqed.org/science/1969214/this-is-not-a-dandelion