Skjálftinn 2021

Þann 15. maí 2021 verður haldin, í fyrsta skipti, hæfileikakeppnin Skjálftinn. Keppnin verður haldin í Þorlákshöfn og er það foreldri í Grunnskóla Þorlákshafnar, Ása Berglind Hjálmarsdóttir sem skipuleggur viðburðinn

Öllum grunnskólum í Árnessýslu var boðið og hefur framtakið fengið frábær viðbrögð. Eins og kemur fram í fréttatilkynningu á vef Sunnlenska fréttablaðsins þá er dagsins beðið með eftirvæntingu.

Skjálftinn er haldinn að fyrirmynd hæfileikakeppninnar Skrekks sem er fyrir grunnskóla í Reykjavík. Verkefnið hefur fengið nokkra glæsilega styrki þó enn sé unnið að frekari fjármögnun.

 

info@antonbjarni.is
info@antonbjarni.is
info@antonbjarni.is