1. grein
Félagið heitir Hugvaki, foreldrafélag Vallaskóla á Selfossi. Félagar eru foreldrar/forráðamenn nemenda í Vallaskóla.
2. grein
Tilgangur félagsins er: 1. Að vinna að velferð nemenda skólans í samfélaginu og stuðla að virku sambandi milli skólans og heimilanna. 2. Að stuðla að samvinnu heimila og skólans allt starfsárið og veita skólanum aðstoð við ýmis verkefni. 3. Að koma á framfæri óskum um breytingar á skólastarfi m.t.t. náms og aðbúnaðar. 4. Að stuðla að virkri foreldrafræðslu. 5. Að stuðla að forvarnarstarfi.
3. grein
Aðalfundur hefur æðsta vald á málefnum félagsins. Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en 1. október ár hvert. Stjórn félagsins boðar til aðalfundar með minnst 10 daga fyrirvara með
auglýsingu í bæjarblöðum, dreifibréfi, tölvupósti eða á annan sannanlegan hátt. Í fundarboði skal kynna efni aðalfundar ásamt tillögum um
fulltrúa í næstu stjórn og starfsáætlun næsta starfsárs. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
Meðal verkefna aðalfundar eru:
a. Skýrsla stjórnar um starfsemi
félagsins síðastliðið starfsár (skólaár).
b. Ársreikningar félagsins fyrir síðastliðið starfsár.
c. Lagabreytingar, ef slíkar tillögur liggja fyrir fundinum.
d. Kosningar: 5 í stjórn félagsins, til tveggja ára (2 kosnir annað árið en 3 hitt árið). 2 í varastjórn, til eins árs. 1 skoðunarmaður reikninga félagsins, til eins árs. 1 varaskoðunarmaður reikninga, til eins árs.
Kosið skal skriflega komi tillögur um fleiri en kjósa á.
4. grein
Stjórnin setur sér starfsreglur og skiptir með sér
verkum: formaður, gjaldkeri, ritari og tveir meðstjórnendur. Hver stjórnarmaður má ekki sitja samfellt lengur en fjögur ár í stjórn. Fundi í stjórn skal halda með reglubundnu millibili, að lágmarki fjóra á vetri
5. grein
Aðalfundur og/eða stjórn félagsins ráðstafar þeim fjármunum sem félaginu áskotnast, enda verði þeim varið í þágu nemenda skólans í samræmi við tilgang
félagsins. Stjórn er ekki heimilt að leggja félagsgjöld á félagsmenn nema með samþykki aðalfundar. Stjórnin leggur fyrir aðalfund ársreikninga fyrir liðið starfsár endurskoðaða af skoðunarmanni félagsins.
6. grein
Stjórn félagsins boðar til almenns félagsfundar þegar hún telur þess þörf eða ef a.m.k. 30 félagsmenn æskja þess skriflega og tilgreina fundarefni. Almenna félagsfundi skal boða með minnst 5 daga fyrirvara með sama hætti og aðalfund.
7. grein
Valdir skulu tveir bekkjarfulltrúar úr hópi forráðamanna nemenda í hverri bekkjardeild. Stjórnfélagsins heldur utan um og styður við starf bekkjarfulltrúanna. Hún skal funda með öllum bekkjarfulltrúum í upphafi skólaárs þar sem m.a. er rætt um hlutverk bekkjarfulltrúa, foreldrarölt o.fl.
8. grein
Stjórn félagsins skal ekki sinna ágreiningsmálum sem kunna að koma upp milli einstakra forráðamanna nemenda og skólans.
9. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á löglegum aðalfundi og þarf til þess samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist félagsstjórn skriflega að minnsta kosti 3 vikum fyrir aðalfund, og skal greint frá þeim í aðalfundarboði.
10. grein
Ákvörðun um að slíta félaginu verður ekki tekin nema á löglegum aðalfundi og framhaldsaðalfundi og þarf til þess samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna á báðum fundunum. Ef aðalfundur samþykkir að slíta félaginu skal stjórn boða til framhaldsaðalfundar innan 40 daga. Verði tillaga um félagsslit einnig samþykkt á framhaldsaðalfundinum skal fundurinn ráðstafa eignum og skuldum félagsins ef þær eru fyrir hendi.