Bókasafn

Safnvörður: Linda Björg Perludóttir
lindab@vallaskoli.is
Á skólatíma

Staðsetning

Bókasafnið er staðsett í Miðgarði út frá aðalanddyri skólans. Rýmið er bjart og rúmgott og aðstaða þar inni til að vera með bókasafnsfræðslu fyrir litla hópa.

Hlutverk

Skólasafninu er ætlað að vera miðstöð upplýsinga, þekkingar og menningar innan skólans. Það er eitt af meginhjálpartækjunum í skólastarfinu við að stuðla að upplýsinga- og menningarlæsi nemenda, jafnframt því að hvetja þá til lesturs sér til gagns og gamans.

Safnkostur

Á safninu er ágætur safnkostur til staðar. Má þar finna fræðibækur, skáldrit, bekkjarsett af skáldsögum, kennarahandbækur, tímarit o.fl.
Allur safnakostur safnsins er skráður í bókasafnskerfið Gegni, sem er miðlægt skráningarkerfi íslenskra bókasafna.

Útlán

Nemendum og starfsfólki skólans er heimilt að fá lánaðar bækur á safninu. Nemendur geta fengið lánaðar tvær bækur í senn, eina til að lesa í skólanum og aðra til að lesa heima. Útlánatími er 30 dagar og hægt að endurnýja útlán ef nemandi hefur ekki lokið við bók á þeim tíma. Fræðibækur eru aðeins til útláns innan skólans.