Mötuneyti

Yfirmatráður: Inga Guðlaug Jónsdóttir
ingag@vallaskoli.is
Mötuneyti skólans þjónar nemendum og starfsmönnum skólans. Stórt og velbúið eldhús mötuneytisins er staðsett á Sólvöllum og eru máltíðir fyrir skólann eldaðar þar. Einnig eldar starfsfólk mötuneytisins í Vallaskóla hádegismat fyrir Leikskólann Álfheima og starfsfólk Sundhallar Selfoss og Íþróttahúss Vallaskóla.
Nemendur borða í matsal skólans. Mötuneytið er opið á morgnana í frímínútum kl. 9:30-9:50/10.10-10.30 og í hádegishléum á tímabilinu 11.30-12.00/11.50-12.20/12:30-13:00.
Í matsalnum eru samlokugrill og örbylgjuofnar sem nemendur frá 5. árgangi hafa aðgang að samkvæmt skipulagi umsjónarkennara.
Til viðbótar við aðalmáltíð dagsins hafa nemendur aðgengi að vel útbúnum salat- og ávaxtabar. Þar er meðal annars hægt að fá sér:
Ananas, appelsínur, bananar ,blómkál, brauðteningar, broccolí, dressing, epli, fetaostur, gular baunir, gulrætur, gul-melóna, grænar baunir, hnúðkál, kjúklingabaunir, kúskús, kínóa, laukur, nýrnabaunir, ólífur, paprika, rauðkál, rófur, salat, súrar-gúrkur, svartar baunir, tómatar, perur, þurrkaðir tómatar.
Nemendur skammta sér alla jafna sjálf á diskinn eða fá aðstoð við það frá starfsfólki.
Starfsfólk skólans er við gæslu í mötuneytinu og leggur skólinn áherslu á að nemendur hafi í heiðri almenna borðsiði og sýni prúðmannlega framkomu. Foreldrar eru beðnir um að brýna fyrir börnum sínum að ganga vel um mötuneyti skólans.
Skráning í mötuneyti
Allir nemendur eiga að vera skráðir í hádegismat með rafrænum hætti. Rafrænt þjónustusvæði er á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar og kallast Mín Árborg. Þjónustuver sveitarfélagsins veitir upplýsingar um notkun rafræns þjónustutorgs. Sími: 480 1900.
Við pöntun á skólamáltíðum er nauðsynlegt að skrá ef um er að ræða þörf á sérfæði vegna sjúkdóma s.s. ofnæmis, sykursýki o.fl. Ef þörf er á sérfæði þarf læknisvottorð að fylgja sem staðfestir slíkt.
Reglur Sveitafélarfélagsins Árborgar um skólamáltíðir
Matur í boði fyrir alla nemendur
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar og standa öllum grunnskólanemendum, sem stunda nám í 1.–10. bekk í grunnskólum Árborgar. Lögð er áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.
Hvernig er sótt um þjónustuna?
Pöntun skólamáltíðar skal gerð með rafrænum hætti í gegnum Mín Árborg sem hægt er að nálgast á Árborgarvefnum, www.arborg.is .
Stefna mötuneytis
Lögð er áhersla á fjölbreytni við matseðlagerð, að orku- og næringargildi einstakra máltíða sé hæfilegt og takmörkun á salti og harðri fitu. Fiskur er a.m.k. vikulega á matseðli og grænmeti og ávextir eru daglega í boði. Við skömmtun eru börnin hvött til að smakka á mat sem þeim er framandi með áherslu á að draga úr matvendni og einhæfni.