6. nóvember 2013 Vissir þú!

…að rannsóknir sýna að börn sem njóta mikillar útiveru og útvistar eru glaðari, hraustari og klárari. Þau eru með meiri sjálfsaga, lausnamiðaðri og markvissari í hugsun. Þau búa yfir betra sjálfstrausti, sköpunargleði og eru samvinnufúsari.

Setjið ykkur markmið – farið oftar út í næstu viku en þessari :-). Að frjáls leikur barna úti í náttúrunni er mikilvægur fyrir vitsmunaþroskann!!

Innandyra er leikurinn oft í sama rými og með sömu tilbúnu leikföngunum. Utandyra er börnum veitt frelsi til að skapa enn frekar, vera hugmyndarík og hugmyndaflug þeirra fær meira frjálsræði. Sem er einmitt mikilvægt fyrir alla þroskaþætti barns – ekki síst vitsmuna og félagsþroskann.

Náttúran býður upp á endalausa möguleika, ný ævintýri og lifandi umhverfi og mörg börn una sér betur í leik utandyra.

ALLIR ÚT AÐ LEIKA!

Við viljum benda foreldrum á frábæra facebooksíðu ,,Færni til framtíðar“, þar sem Sabína Steinunn Halldórsdóttir heldur úti síðu um hvernig hægt er að örva hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfinu. Þar kemur hún daglega með hugmyndir af því hvað við getum gert sem foreldrar (stuðst við facebooksíðuna og bókina ,,Færni til framtíðar“).

Fyrir hönd Vallaskóla sem Heilsueflandi grunnskóla: Guðfinna Tryggvadóttir, Guðmundur Sigmarsson og Guðrún Jóhannsdóttir.