Þriðjudagsmorguninn 13.desember fengu nemendur í 7.árgangi óvænta og ánægjulega heimsókn frá foreldrum þegar þeir birtust í kennslustund snemma um morgun hlaðnir veitingum fyrir morgunverðarboð.
Eins og búast má við var afar mikil ánægja með þetta og nemendur, foreldrar og starfsfólk spjölluðu og gæddu sér á kræsingum í góðan klukkutíma þennan morgun.
Tenglar í foreldrahópnum áttu heiðurinn að þessari uppákomu í samstarfi við umsjónarkennara og þykir okkur afar ánægjulegt að allt er að lifna við í skólanum okkar og foreldrar að koma til okkar í auknu mæli 🙂